Flokkunarreglugerð um sjálfbæra atvinnustarfsemi (EU Taxonomy)

Reikningsskilaráð vill vekja athygli á því að félögum sem falla undir gildissvið laga sem samþykkt voru á Alþingi 3. maí 2023 og tóku gildi 1. júní 2023 er gert að innleiða flokkunarkerfi ESB og veita upplýsingar í samræmi við flokkunarkerfið í ársreikningi frá og með árinu 2023. Upplýsingarnar skulu vera í sama hluta skýrslu stjórnar í ársreikningi og  ófjárhagslegar upplýsingar.

 

Flokkunarreglugerðin kveður á um samræmdan ramma sem stuðla á að sjálfbærum fjárfestingum þar sem skilgreint er hvaða atvinnustarfsemi getur talist umhverfislega sjálfbær.

 

Neðangreint eru hlekkir á gagnlega tengla er varðar innleiðingu og beitingu flokkunarreglugerðarinnar.

https://www.althingi.is/altext/153/s/1682.html

 

https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32020R0852.pdf

 

https://ec.europa.eu/sustainable-finance-taxonomy/home