Jóhanna Á. Jónsdóttir, formaður

Menntun:
Jóhanna lauk embættisprófi (cand.jur.) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2002.

Störf:
Jóhanna starfaði hjá ríkisskattstjóra á árunum 2000-2006. Hún hóf störf hjá PricwaterhouseCoopers ehf. (PwC) árið 2006 og varð sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs árið 2013 og meðeigandi árið 2016. Jóhanna starfaði sem framkvæmdastjóri Félags forstöðumanna ríkisstofnana árin 2018 og 2019 en hóf aftur störf hjá ríkisskattstjóra í upphafi árs 2020.

Elín Hanna Pétursdóttir

Menntun:
Elín lauk Cand.Oecon prófi í reikningsskilum- og endurskoðun frá Háskóla Íslands af endurskoðunarsviði árið 2007 og meistaraprófi í reikningshaldi og endurskoðun árið 2008 frá Háskóla Íslands. Hún hlaut löggildingu til endurskoðunar árið 2011.

Störf:
Elín starfaði hjá KPMG á Íslandi á árunum 2005 - 2009 og aftur á árunum 2011 - 2013. Á árunum 2009 - 2011 starfaði Elín hjá KPMG í Osló, Noregi. Elín sinnti stundakennslu við Háskólann í Reykjavík í reikningshaldi og endurskoðun á árunum 2006 - 2015 og hefur sem og sinnt kennslu á styttri námskeiðum. Elín sat í endurskoðunarnefnd FLE frá 2013 - 2017. Elín hefur starfað hjá Eimskip síðan árið 2013, áður sem löggiltur endurskoðandi á fjármálasviði, síðar sem forstöðumaður reikningshalds en nú sem forstöðumaður á fjármálasviði Eimskips í verkefnum er varðar alþjóðlega fjármálaferla samstæðunnar.

Signý Magnúsdóttir

Menntun:
Signý lauk Cand.Oecon prófi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands á árinu 2006 og  meistaraprófi í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands árið 2007. Hún hlaut löggildingu til endurskoðunar árið 2011.

Störf:
Signý hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og varð meðeigandi á endurskoðunarsviði félagsins árið 2013. Hjá Deloitte bar hún ábyrgð á reikningsskilaráðgjöf félagsins ásamt því að sinna endurskoðun fyrir meðalstór og stór fyrirtæki, þar á meðal skráð fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Signý var fjármálastjóri Sýn hf. á árunum 2019 - 2021. Signý sinnti  kennslu í ársreikningagerð við Háskóla Íslands á árunum 2011-2014 og hefur á seinni tímum flutt ýmsa fyrirlestra og verið með námskeið tengd reikningsskilum og þá sérstaklega alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Signý sat í reikningsskilanefnd FLE á árunum 2014-2018.  

Sigurjón Geirsson

Menntun:
Sigurjón er viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi og er hann með faggildingu í innri endurskoðun (CIA).

Störf:
Sigurjón hóf starfsferil sinni hjá Price Waterhouse (PwC) í Noregi, starfaði síðar í bankaeftirliti Seðlabankans og í Landsbankanum. Hann var skipaður af FME í skilanefnd Landsbankans. Á árunum 2010 til 2014 var Sigurjón yfirmaður innan áhættugreininga á ráðgjafarsviði EY í Noregi. Hér á landi hefur Sigurjón að undanförnu, samhliða ráðgjafarverkefnum, staðið að rannsóknarverkefni á sviði samspils reikningsskila, endurskoðunar og virkni fjármagnsmarkaða (REF). Þessu tengt hefur hann annast kennslu í námskeiðum innan Háskóla Íslands í m.a. reikningsskila- og endurskoðunarfræðum, greiningu ársreikninga og fjármálum fyrirtækja auk setu í reikningsskilaráði.

Unnar Friðrik Pálsson

Menntun:
Unnar lauk Cand.Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, fjármálasvið og viðbótarnám af endurskoðunarsviði. Unnar varð löggiltur endurskoðandi árið 2006.

Störf:
Unnar hóf  störf hjá KPMG í desember 2000. Unnar hefur mörg undanfarin ár sérhæft sig í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og lögum um ársreikninga. Unnar sat í reikningskilanefnd FLE 2012-2016. Var fulltrúi FLE í verkefnahópi  sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti skipaði vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandins um ársreikninga (2014-2016). Unnar er fulltrúi FLE í reikningsskilaráði sem ráðherra skipaði til fjögurra ára í desember 2016 í samræmi við lög um ársreikninga. Vorið 2017 tók Unnar sæti í prófnefnd til löggildingar til endurskoðunarstarfa. Ásamt því að starfa hjá KPMG er Unnar í föstu starfi sem aðjúnkt í reikningshaldi við Háskólann í Reykjavík. en hann hefur kennt við skólann samfellt í tólf ár.  Unnar kennir nú  þrjú námskeið í reikningshaldi í meistaranámi viðskiptadeildar. Hann starfar nú við reikningsskilaráðgjöf hjá KPMG.