Jóhanna Á. Jónsdóttir, formaður

Menntun:
Jóhanna lauk embættisprófi (cand.jur.) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2002.

Störf:
Jóhanna starfaði hjá ríkisskattstjóra á árunum 2000-2006. Hún hóf störf hjá PricwaterhouseCoopers ehf. (PwC) árið 2006 og varð sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs árið 2013 og meðeigandi árið 2016. Jóhanna starfaði sem framkvæmdastjóri Félags forstöðumanna ríkisstofnana árin 2018 og 2019 en hóf aftur störf hjá ríkisskattstjóra í upphafi árs 2020.

Lárus Finnbogason

Menntun:
Lárus lauk Cand. Oecon prófi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunar árið 1987.

Störf:
Lárus hefur unnið sem endurskoðandi og ráðgjafi hjá Endurskoðun BT ehf. en áður starfaði hann hjá Deloitte og forvera þess um áratuga skeið í verkefnum fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki í nánast öllum atvinnugreinum. Lárus hefur fjölþætta stjórnunarreynslu sem stjórnandi verkefnahópa og sem sviðsstjóri endurskoðunarsviðs Deloitte en þeirri stjórnunarstöðu gegndi hann um tveggja áratugaskeið, allt fram til ársins 2014. Lárus átti um margra ára skeið sæti í Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga, sat í stjórn Fjármálaeftirlitsins og gegndi formennsku í skilanefnd Landsbanka Íslands. Frá árinu 2018 hefur Lárus verið formaður endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar og félaga í meirihluta eigu borgarinnar. Þá var Lárus formaður FLE í tvö ár og varaformaður í tvö ár þar á undan.

Signý Magnúsdóttir

Menntun:
Signý lauk Cand.Oecon prófi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands á árinu 2006 og  meistaraprófi í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands árið 2007. Hún hlaut löggildingu til endurskoðunar árið 2011.

Störf:
Signý hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og varð meðeigandi á endurskoðunarsviði félagsins árið 2013. Hjá Deloitte bar hún ábyrgð á reikningsskilaráðgjöf félagsins ásamt því að sinna endurskoðun fyrir meðalstór og stór fyrirtæki, þar á meðal skráð fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Signý var fjármálastjóri Sýn hf. á árunum 2019 - 2021. Signý sinnti  kennslu í ársreikningagerð við Háskóla Íslands á árunum 2011-2014 og hefur á seinni tímum flutt ýmsa fyrirlestra og verið með námskeið tengd reikningsskilum og þá sérstaklega alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Signý sat í reikningsskilanefnd FLE á árunum 2014-2018.  

Sigurjón Geirsson

Menntun:
Sigurjón er viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi og er hann með faggildingu í innri endurskoðun (CIA).

Störf:
Sigurjón hóf starfsferil sinni hjá Price Waterhouse (PwC) í Noregi, starfaði síðar í bankaeftirliti Seðlabankans og í Landsbankanum. Hann var skipaður af FME í skilanefnd Landsbankans. Á árunum 2010 til 2014 var Sigurjón yfirmaður innan áhættugreininga á ráðgjafarsviði EY í Noregi. Hér á landi hefur Sigurjón að undanförnu, samhliða ráðgjafarverkefnum, staðið að rannsóknarverkefni á sviði samspils reikningsskila, endurskoðunar og virkni fjármagnsmarkaða (REF). Þessu tengt hefur hann annast kennslu í námskeiðum innan Háskóla Íslands í m.a. reikningsskila- og endurskoðunarfræðum, greiningu ársreikninga og fjármálum fyrirtækja auk setu í reikningsskilaráði.

Sæmundur Valdimarsson

Menntun:
Sæmundur lauk Cand.Oecon prófi í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 1988. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunar árið 1992.

Störf:
Sæmundur hóf störf hjá Endurskoðun hf., sem síðar varð KPMG ehf., árið 1988 og varð einn eigenda félagsins 1997. Hjá KPMG hefur hann stýrt endurskoðun fjölmargra skráðra félaga í ýmsum atvinnugreinum, jafnframt því að sinna reikningsskilamálum og kennslu á námskeiðum. Sæmundur hefur frá árinu 2022 kennt námskeið um samstæðureikningsskil við Háskólann í Reykjavík og kenndi sambærilegt námskeið við Háskóla Íslands 1996 - 1998. Sæmundur var í prófnefnd til löggildingar endurskoðenda á árunum 2003 – 2016 og sinnti þá og raunar nokkru fyrr gerð reikningsskilahluta prófanna. Sæmundur var í reikningsskilanefnd FLE 1996 – 1999, þar af formaður frá 1997.