Flokkunarreglugerð um sjálfbæra atvinnustarfsemi (EU Taxonomy)

Reikningsskilaráð vill vekja athygli á því að félögum sem falla undir gildissvið laga sem samþykkt voru á Alþingi 3. maí 2023 og tóku gildi 1. júní 2023 er gert að innleiða flokkunarkerfi ESB og veita upplýsingar í samræmi við flokkunarkerfið í ársreikningi frá og með árinu 2023. Upplýsingarnar skulu vera í sama hluta skýrslu stjórnar í ársreikningi og  ófjárhagslegar upplýsingar.

 

Flokkunarreglugerðin kveður á um samræmdan ramma sem stuðla á að sjálfbærum fjárfestingum þar sem skilgreint er hvaða atvinnustarfsemi getur talist umhverfislega sjálfbær.

 

Neðangreint eru hlekkir á gagnlega tengla er varðar innleiðingu og beitingu flokkunarreglugerðarinnar.

https://www.althingi.is/altext/153/s/1682.html

 

https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32020R0852.pdf

 

https://ec.europa.eu/sustainable-finance-taxonomy/home

Share

Leiðbeiningar um skýrslu stjórnar

Þann 16. febrúar gaf reikningsskilaráð út leiðbeiningar um skýrslu stjórnar og einnig sambærilegar leiðbeiningar sem sérstaklega eru ætlaðar litlum félögum. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda, eftir því sem við á.

Á næstunni mun ráðið birta á heimasíðu sinni niðurstöður yfirferðar sinnar á þeim athugasemdum sem bárust.

Leiðbeiningarnar má finna á heimasíðu ráðsins undir útgefið efni.

Share