Áhrif heimsfaraldurs kórónaveiru (COVID-19) á reikningsskil

Vegna heimsfaraldurs kórónaveiru vill reikningsskilaráð koma eftirfarandi á framfæri.

Ársreikningaskrá hefur gefið út tvær fréttir um þetta efni. Annars vegar er varðar IFRS 9 þar sem vísað er í efni sem ESMA hefur gefið út og hins vegar um skýrslu stjórnar.

Ýmsir hagsmunaaðilar hafa einnig gefið út efni um áhrif kórónaveirunnar á reikningsskil. Má þar til dæmis nefna Deloitte, EY, Grant Thornton, KPMG og PwC.

Að lokum má nefna umfjöllun IASB um áhrif kórónaveiru og umfjöllun IFAC.

Reikningsskilaráð hvetur stjórnendur félaga og aðra haghafa til að kynna sér ofangreint efni.